Það er okkur í Árbæjarkirkju sönn ánægja að opna nýja heimasíðu. Sú gamla hefur legið niðri um langt skeið og valdið okkur heilmiklum búsifjum þar sem nútíminn krefst þess að hægt sé að koma á framfæri efni og skilaboðum á sem hagkvæmasta hátt.
Næstu daga munu fréttir og myndir og ýmislegt annað birtast á vefnum okkar. Meðal nýjunga eru kannarnir sem munu birtast reglulega eins og sú sem er hér til vinstri á síðunni.
Fljótlega munum við sýna beint á vefnum frá guðsþjónustum og atburðum í kirkjunni sem okkur þykir vert að sem flestir geti séð og heyrt. Við þökkum þolinmæðina.