Sunnudaginn 21. janúar er tónlistaguðsþjónusta þriðja sunnudag í mánuðinum. Á síðastliðnu hausti var boðið upp á Taize messu og hefur verið ákveðið að gera slíkt hið sama núna á sunnudag. Taize er upprunnið frá Suður Frakklandi frá þorpinu Taize þar sem lutherskir munkar haf komið sér fyrir og bjóða upp á margvíslegar samverur tengt helgihaldi kyrrðar og rósemdar. Meðal annars hafa farið hópar héðan frá Árbæjarkirkju til Taize. Tónlistin einkennist af einfaldleika og endurtekningu stefja og texta. Texti sem er auðvelt að læra og tileinka sér stefið. Kirkjukórinn og organisti kirkjunnar leiða okkur inn í helgihaldið og sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari.