Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju sunnudaginn 4. mars 2007

Kl. 11.00

Tónlistarveisla
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar og hópur af leikskólabörnum frá Rauðuborg, Rofaborg og Árborg koma og spila og syngja suður-amerísk lög og fleiri skemmtileg lög.
Sunnudagaskólinn, STN og TTT eru búinn að æfa lög.
Rebbi refur, Perla prinsessa, Trína tröllastelpa og fleiri góðir gestir koma.
Fylkisgulrætur og kirkjukexið eftir guðsþjónustuna.

Kl. 20.00
Léttmessa í umsjá unglinga í Árbænum.
Í eldri hóp æskulýðsfélagsins Lúkas er danshópur sem kallar sig "Ice-step". Þau ætla að dansa flotta dansa og syngja með okkur skemmtileg lög.
Eyþór Ingi og Jóhanna koma og spila og syngja.
Aron Bjarnason og Jón Magnús Kjartansson spila á gítar og bassa.
Léttar veitingar í boði að lokinni messu.