Sunnudagur 6. maí kl.11.00
Guðþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna vorið 2008. Kynnt verður Haustnámskeið og vetradagskráin í undirbúningi v/fermingar. haustnámskeiðið hefst mánudaginn 13 ágúst og stendur yfir til 20. ágúst.
Eldri hópur Fóstbræðra syngur nokkur lög. Sólrún Gunnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir leika á fiðlu. Ice step hópur eldri deildar Æskulýðsfélagsins verða með kökusölu (sem kvenfélagskonur hafa bakað) til styrktar ferð sinni til Hollands og Belgíu í sumar. Þannig að endilega hafið með ykkur beinharða peninga.
Kl. 20.00 – Léttmessa
Síðasta Léttmessa vetrarins í Árbæjarkirkju verður sunnudaginn 6. maí klukkan 20.00. Þá mun Gospelkór Árbæjarkirkju flytja okkur lög ásamt hljómsveit. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyurir altari. sr. Guðni Már Harðarson skólaprestur og fyrrverandi æskulýðsleiðtogi Árbæjarkirkju flytja hugvekju. Eftir messuna veður boðið upp á léttar veitingar.
Taktu kvöldið frá og komdu í Árbæjarkirkju
og eigðu góða stund!