Haustnámskeið ferminga er hafin. Hátt á níunda tug væntanlegra fermingarbarna vorsins 2008 skráðu sig í haustnámskeiðið sem stendur yfir þessa vikuna. (sjá myndir frá námskeiðinu í myndasíðu) Sunnudaginn 19. ágúst kl.11.00 verður guðsþjónusta með virkri þátttöku fermingarbarna sem sækja námskeiðið þessa dagana. Á eftir verður fundur með foreldrum fermingarbarna vorsins 2008 þeirra barna sem sótt hafa námskeiðið og þeirra sem sækja námskeiðið í vetur. Mikilvægt er að sem flestir foreldrar/aðstandendur komi í guðsþjónustuna og á fundinn á eftir þar sem farið verður yfir dagskrá vetrarins.