Sunnudaginn 16. september er tónlistaguðsþjónusta Taizémessa sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Krisztina Kalló kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.
Hvað er Taizémessur?
Taizé messa byggist upp á tónlist, sem einkennist af stuttum lögum, sem auðvelt er að muna og útsetningum, sem stöðugt bæta við nýjum blæbrigðum í endurtekningunni, frambornum af kór, einsöngvurum eða hljóðfæraröddum.
Tónlist í háum gæðaflokki þrátt fyrir einfaldleika sinn.
Markmið tónlistarinnar er bænin, sameiginleg bæn, hvort sem um er að ræða litla hópinn, messuna eða fjölmenna samkomu. Sá háttur að endurtaka stuttar bænir eða bænasöngva á sér djúpar rætur í kristnu trúarlífi. Þessi bænaaðferð getur komið á innra jafnvægi með okkur, svo að andi okkar verði opnari og mótttækilegri fyrir því sem er nauðsynlegt og mikilvægt í lífinu.