Á þriðjudögum er boðið upp á foreldramorgna frá kl.10.00-12.00. Á þessum morgnum hittast foreldrar með ung börn sín. Dagskráin er fjölbreytt allt frá því að hittast og ræða málin í það að sérfræðingar koma með fyrirlestur sem tengist barnauppeldi. Þriðjudaginn 2. október kemur hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni og gefur góð ráð.