Rökkukórinn frá Skagafirði syngur í tónlistarguðsþjónustu sunnudaginn 18. nóvember kl.11.00. Stjórnandi kórsins er Sveinn Sigurbjörnsson en hann leikur jafnframt á trompet í guðsþjónustunni. Valbjörg Kjartansdóttir syngur einsöng og Anna Hugvarðardóttir leikur á fiðlu. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Krizstine K. Skzlenár. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir.