Jólastund Sunnudagaskólans og Fylkis og Aðventuhátíð í Árbæjarkirkju annan sunnudag í aðventu 9. desember
Sunnudaginn 9. desember er jólastund sunnudagaskólans og Fylkis í Árbæjarkirkju. Stundin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik um fæðingu frelsarans. Tendrað verður á öðru kerti aðventukransins. Jólasaga lesin og jólalög sungin. Eftir stundina í kirkjunni er farið í safnaðarheimilið og slegið upp jólaballi. Þar verður dansað í kringum jólatréð. Kátir sveinar úr næsta nágrenni heimsækja okkur með góðgæti í poka handa góðum börnum.
Aðventuhátið Árbæjarsafnaðar kl.20.00 annan sunnudag í aðventu.
Á efnisskrá er meðal annars Triosonate í B-dúr e. Handel I og II kafli og III og IV kafli flytjendur eru Magnea Árnasdóttir flautuleikari, Hjörleifur Valsson fiðla og Krisztina Kalló Skzlenár. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarps og fréttamaður
Kirkjukór Árbæjarkirkju syngja þrjú lög “Betlehemsstjarna” “Er jólaljósin ljóma” og “Ding Dong” við undirleik og stjórn Krisztina Kalló Skzlenár. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jensínu Waage jólalögin “Nú ljóma aftur ljósin skær” og “Jól í hjarta.” Þá verður almennur söngur aðventugesta.
Fermingarbörn flytja helgileik “Sjá konugur þinn kemur til þín.” Síðan er endað á því að rökkvað er í kirkjunni og aðventuljós kirkjugesta tendruð og sungin jólasálmurinn “Heims um ból…”
Kynnir kvöldsins er Sigurþór Ch. Guðmundsson sóknarnefndarmaður
Eftir aðventustundina í kirkjunni er boðið í heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.