Sorg og sorgarviðbrögð í Árbæjarkirkju.
Árbæjarsöfnuður býður upp á samverustundir með syrgjendum.
Fyrsti fundur er þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30-21.00 í Árbæjarkirkju. Líkt og undanfarin ár verður syrgjendum boðið að koma og vinna saman úr sorg eftir ástvinamissi. Námskeiðið stendur yfir í fimm vikur á þriðjudagskvöldum. Prestar safnaðarins leiða stundirnar. Upplýsingar í síma 587 2405.