Guðsþjónusta kl.11.00 sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn organistans Krisztine K. Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Kaffiveitingar á eftir.
Listanefnd Árbæjarkirkju stendur fyrir opnun nýrrar listsýningar í kirkjunni sunnudaginn 3.febrúar að lokinni guðsþjónustu kl. 11:00.
Að þessu sinni mun myndlistamaðurinn og textílhönnuðurinn Guðrún Gunnarsdóttir sýna verk sín í fordyri kirkjunnar. (Sjá nánar undir liðnum "á næstunni" hægra megin á síðunni)
Fyrsta Léttmessa ársins 2008 verður næstkomandi sunnudag þann 3.febrúar klukkan 20:00. Það er hinn frábæri Gospelkór Árbæjarkirkju undir stjórn Þóru Gísladóttur sem að mun flytja tónlist ásamt hljómsveit. Kristín Björnsdóttir kennari og doktorsnemi í fötlunarfræðum mun flytja hugvekju. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.