Sunnudagaskólahátíð
10. febrúar

Sunnudaginn 10. febrúar verður sameiginleg barnastarfshátíð fyrir alla sunnudagaskólana í prófastsdæminu. Hátíðin verður í Grafarvogs-kirkju kl. 11, en farið verður með rútum frá Árbæjarkirkju kl. 10:20

Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar koma í heimsókn, við munum heyra sögu úr Biblíunni og syngja mikið saman.

Ekki missa af skemmtilegri sunnudagaskólahátíð sem sameinar allt það besta sem við þekkjum úr barnastarfi kirkjunnar.

Vertu með okkur í Grafarvogskirkju sunnudaginn 10. febrúar kl. 11.

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Á sama tíma verður fjölskylduguðsþjónusta í Árbæjarkirkju eins og alltaf annan sunnudag hvers mánaðar! 

Umsjón hafa Grétar, Pétur Markan og sr. Þór