Guðsþjónusta kl.11.00. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Pétur Markan guðfræðinemi og æskulýðsleiðtogi við kirkjuna prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti. Sverrir Sveinsson leikur á cornett. Fundur með foreldrum fermingarbarna strax á eftir guðsþjónustunni. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir.
Ath! Stuttur foreldrafundur verður strax eftir guðsþjónustuna. Farið verður yfir tilhögun fermingarathafnarinnar og ýmislegt fleira sem snýr að sjálfri fermingunni! Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að skoða nafnalista ferminga hér á síðunni og aðgæta að nafn og heimilsfang, fermingardagur og tímasetning sé rétt. Frá og með hádegi mánudagsins 25. febrúar er ekki hægt að koma á framfæri leiðréttingum til morgunblaðsins. Nöfn fermingarbarna verða birt í heild sinni í sérstökum fermingarblaði sem gefið verður út í byrjum mars. Þannig enn og aftur vinsamlegast aðgætið hvort hvort nöfn og heimilisföng séu rétt!