Æskulýðsdagurinn
Árbæjarkirkju sunnudaginn
2. mars
kl.11.00 og 20.00
Æskulýðsguðsþjónusta 2. mars kl.11.00. Börn í STN (7-9 ára) og TTT (10-12 ára) starfi kirkjunnar hafa verið að æfa söngva og leikrit. Barnakór kirkjunnar sem stofnaður var sl. haust syngur í messunni. Allir eru hvattir til að koma í glaðlegum fötum t.d. í öskudagsbúningum. Viljum við hvetja, foreldra, afa og ömmur og systkini, frænkur, frænda og nágranna að fjölmenna með börnunum. Um kvöldið er Léttmessa kl.20.00 þar munu unglingar í æskulýðsfélagi kirkjunnar (Lúkas) taka stóran þátt í guðsþjónustunni m.a. leika og vera með í hugvekjunni! Þannig að ljóst er að nóg verður um að vera næsta sunnudag í kirkjunni eins og reyndar alla daga vikunnar!