Sunnudaginn 6. apríl er guðsþjónusta kl.11.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar á sama tíma. Léttar veitingar á eftir.
Léttmessa kl.20.00. Hjónin Ellen Kristjánsdóttir söngkona mun ásamt eiginmanni sínum Eyþór Gunnarssyni flytja ljúfa og þægilega tónlist eins og þeim er einum lagið. Eftir messuna verður Ice -Step hópurinn með fjáröflun en þau ætla að selja kökusneiðar sem hægt er að renna niður með kaffinu.