Skráning í fermingarfræðslunámskeið 2008-2009
Kæru foreldrar/forráðamenn fermingarbarna.

Sunnudaginn 7. september eruð þið boðuð á fund í Árbæjarkirkju að lokinni guðsþjónustu kl.11.00 Fundarefnið er fermingarundirbúningur vorsins 2009.

Skráningin:

Skráning í fræðsluna er á eftirtöldum dögum: þriðjudaginn 2. september kl.17.00-18.30 og miðvikudaginn 3.september – kl. 17.00-18.30. Foreldri/foráðamanneskja komi með barninu í skráninguna.

Fermingarfræðslan:

Fermingarfræðslan hefst laugardaginn 13. september og verður síðan eftirtalda laugardaga fram að jólum – 11. október – 8. nóvember og 13 desember (litlu jól fermingarfræðslunnar) fyrri hópur kl.9.00-12.00 og seinni hópur kl.13.-16.00. Þegar þið fáið þetta bréf í hendur er ekki ljóst hvorum hópnum þitt barn muni tilheyra. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fylgjast með að barnið ykkar taki þessa daga frá.

Fermingardagar eru eftirfarandi:
Pálmasunnudagur 5. apríl kl.10.30 og 13.30.
Skírdag 9. apríl kl.10.30 og 13.30
Sunnudaginn 19. apríl kl.10.30 og 13. 30

Búið er að draga um fermingardaga og eru þeir efirfarandi:

Pálmasunnudag 5. apríl kl.10.30-Norðlingaskóli

Pálmasunnudag 5 apríl k.13.30 – 8.ÞB

Skírdag 9. apríl kl.10.30 –8.SG

Skírdag 9. apríl kl.13.30 – 8.KV

Sunnudaginn 19. april kl. 10.30 – 8.GH

Sunnudaginn 19. apríl kl. 13.30 – 8.ÁS