"Hún á fjörtíu systkini."
Þau komu í heimsókn til okkar í fermingarfræðsluna laugardaginn 11. október.
Hún” er Christine Nabuma, fátæk stúlka sem fékk tækifæri og „hann” er David Ssedyabule framkvæmdastjóri RACOBAO sem nú er sjálfstæð hjálparstofnun sem Hjálparstarfið tók þátt í að koma á laggirnar. Þau eru komin hingað frá Úganda til að segja fermingarbörnum um allt land frá aðstæðum barna og ungmenna í fátæku landi – segja frá uppvexti sínum og hverju Hjálparstarf kirkjunnar hefur breytt í þeirra heimahéraði. Fermingarbörn ganga svo í hús þann 3. og 4. nóvember og safna fé til hjálpar munaðarlausum börnum í Úganda.
Fimmtudaginn 16. okt. kl. 20:00 verður samvera í safnaðarheimili Grensáskirkju þar sem Christine og David sýna myndir og segja frá.
Komdu og kynnstu því frá fyrstu hendi hvernig hjálparstarf skilar sér. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Tekið af vef hjálparstarfs kirkjunnar. www.help.is