Kyrrðarstund

Á miðvikudögum kl. 12.00 til 12.30 er boðið upp á bænar og kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er byggð upp með tónlist, hugleiðingu, og fyrirbænum. Stundin er hugsuð fyri fólk í önn dagsins. Eftirá er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu fyrir þá sem það vilja. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til presta og eða á skrifstofu kirkjunnar í síma 5872405.