Almenn guðsþjónusta kl.11.00. Látinna minnst. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur Hofsósi prédikar. Krizstina Kalló organisti leiðir kirkjukórinn og almenna kirkjugesti í safnaðarsöng. Minningarkerti til tendrunar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir.
Léttmessa kl.20.00
Hin hugljúfa söngkona Guðrún Gunnarsdóttir mun koma fram á Allra heilagra messu, annarri léttmessu vetrarins. Guðrún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna með ómþýðri röddu og mun heiðra kirkjugesti með nærveru sinni og söng sunnudaginn 2. nóvember kl.20.00. Kirkjugestum gefst tækifæri á að tendra á minningarkertum á meðan á stundinni stendur.
Kirkjukórinn með kaffisölu í safnaðarheimilinu!
Kökuhlaðborð kr. 500