Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis sunnudaginn 14. desember kl.11.00
Við hefjum daginn með fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni kl.11.00. Í heimsókn koma leikhópurinn Perlan. Börn úr Tónskóla Sigursveins. Barnakór Árbæjarkirkju og leikhópur æskulýðsfélagsins Lúkasar.
Jólaball í safnaðarheimili að gömlum góðum sið. Dönsum í kringum jólatréð og ekkert verður til sparað í söng og hreyfingum. Kirkjan og Fylkir saman að þessum jólafagnaði.
Hressir bræður úr Esjunni koma og gefa þægum börnum eitthvað gott!
Komum saman í kirkjuna á sunnudag og eigum gott samfélag!