Námskeið um gleðina!
Haldið í Árbæjarkirkju.
Hefur þú áhyggjur?
Finnst þér stundum erfitt að líta björtum augum á tilveruna?
Vilt þú auka gleðina í lífi þínu?
Langar þig til þess að rækta trúna betur?
Ef eitthvað af ofannefndu á við þig gæti þetta námskeið hentað þér.
Á námskeiðinu verður fjallað um gleði og hamingju eins og hún birtist okkur á síðum Biblíunnar og kynntar markvissar leiðir til þess að efla gleðina eigin lífi. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sr. Þór Hauksson sóknarprestur og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur.
-Námskeiðið verður á þriðjudögum frá kl. 18.00-19.30
-Það hefst 17. mars viku síðar en ætlað var! og stendur til 8. apríl -alls 5 skipti-
-Létt hressing er í boði
-Það er opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu
Skráning fer fram í gegnum síma Árbæjarkirkju: 5872405 eða með tölvupósti: arbaejarkirkja@arbaejarkirkja.is