Sunnudagur 29. nóvember

Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Kirkjudagurinn:

Sunnudagaskólinn kl.11.00 Tendrað að fyrsta kertinu á aðventukransinum.

Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00 (ath. breyttur messutími) Prestarnir þjóna fyrir altari. Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild HÍ prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztine Kalló Szklenár. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Kvennakór Suðurnesja syngja nokkur lög. Eftir guðsþjónustuna er kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafnaðar og líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Kvennakórinn syngur létt lög í kaffinu.