Það er mikið um að vera í kirkjunni sunnudaginn 17. janúar. Eitthvað við hæfi allra aldurshópa.
Guðsþjónusta kl.11.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Sóknarnefndarfólk Sigrún og Ólafur Örn lesa lexíu og pistil dagsins. Krisztina Kallo Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðrsöng. Sólrún Gunnarsdóttir leikur á fiðlu. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Eggert Kaaber leikari kemur með sýninguna "Kamilla og þjófurinn."
Að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 17. janúar nk. fer fram formleg opnun á verkum Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlistamanns. Sýningin ber yfirskriftina "Sjö himnar" og er unnin sérstaklega fyrir Árbæjarkirkju.
Um verkin sín segir Sigtryggur meðal annars:"Hvað er það sem gerist þegar við verðum bergnumin af náttúrunni? Ég veit að náttúrann er að segja okkur eitthvað en hvernig á að túlka þau skilaboð og frá hverjum eru þau?"
Allir velkomnir!