Kæru foreldar fermingarbarna vorsins 2010.
Vinsamlegast ath: Morgunblaðið gefur út blaðaaukann FERMINGAR 5. mars. nk. Í þeim blaðaauka birtast nöfn barna ykkar og heimilisföng þeirra.
Við prestarnir biðjum ykkur að fara inn á slóðann hér á síðunni sem ber yfirskriftina Safnaðarstarf/Fermingarstarfið 2009-2010. Þar er að finna fermingardaga nöfn og heimilisföng barna ykkar. Mögulegt er að eitthvað hafi skolast til í vinnslu listans- Vinsamlegast athugið: Í fyrsta lagi hvort nafn barnsins ykkar sé þar örugglega skráð. í öðru lagi að heimilisfangið sé rétt. Í þriðja lagi að barnið er skráð á réttan fermingardag.
Ef eitthvað er athugunarvert þá vinsamlegast sendið leiðréttingu á thor@arbaejarkirkja.is sem allra fyrst eða í síðasta lagi 25 febrúar nk. Eftir það er ekki hægt að tryggja að rétta upplýsingar komi í Mbl.
Kær kveðja,
sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir.