Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00.
Gleðileg og uppörvandi stund fyrir alla aldurshópa. Söngur, sögur og leikir. Stundin er ætluð fólki á öllum aldri frá þeim yngsta/yngstu til þeirra elstu í fjölskyldunni. Margrét Ólöf Magnsúsdóttir sér um samveruna ásamt sínu fólki. Viljum við hvetja unga sem eldri að koma og eiga góða stund í kirkjunni sinni. Kirkjukaffi á eftir.