Gönguguðsþjónusta verður sunnudaginn 20. júní kl. 11. Lagt af stað frá klukknaportinu og gengið sem leið liggur "stífluhringinn" sem Árbæingum er að góðu kunnur. Þetta er þægileg gönguferð á sunnudagsmorgni og reglan einfaldlega sú að sá/sú sem fer hægast yfir stjórnar ferðinni! Guðfræðingurinn og æskulýðsfulltrúinn Sigríður Rún Tryggvadóttir hefur umsjón með guðsþjónustunni. Sálmar sungnir og ritningarlestrar lesnir á áningarstöðum á leiðinni. Sigríður fer með hugleiðingu. Félagar úr kirkjukórnum verða forsöngvarar. Kaffisopi í kirkjunni þegar heim er komið. Ef veður verður ekki skaplegt verður stundin einfaldlega færð inn í kirkjuna og í stað gönguferðar verður stutt helgistund að sunnudagsmorgni. Velkomin í Árbæjarkirkju.