Sunnudaginn 27. júní prédikar Toshiki Toma prestur innflytjenda í Árbæjarkirkju. Toshiki er guðfræðingur og stjórnmálafræðingur og hefur verið virkur í málefnum innflytjenda og í mannréttindamálum almennt. Hann hefur skrifað fjölda greina og haldið vakandi umfjöllun um ýmislegt sem betur má fara í samfélaginu okkar. Það er sérstaklega ánægjulegt að fá hann þennan dag sem merkilegur áfangi í réttindum samkynhneigðra er staðfestur í lögum þar sem frá og með 27. júní gilda ein hjúskaparlög fyrir alla í landinu. Toshiki hefur látið til sín taka í því málefni ásamt hópi presta, djákna og guðfræðinga.
Kirkjukórinn leiðis söng undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár organista. Barn verður borðið til skírnar. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Að venju er boðið upp á kaffisopa, djús og kex að gusþjónustunni lokinni. Verið hjartanlega velkomin í Árbæjarkirkju á sunnudaginn kl. 11