Þessa dagana er að hefjast vetrarstarf Barnakórs Árbæjarkirkju.
Öll börn á aldrinum 7-14 ára eru velkomin í kórinn en kórinn verður
aldursskiptur í tvær deildir.
Yngri deildin er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og æfir sá hópur á
föstudögum frá 14.30-14.50.
Eldri deildin er fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára og æfir
sá hópur á föstudögum frá 14.50-15.30.
Þá mun kórinn taka þátt í safnaðarstarfinu, koma fram í messum og
syngja við ýmis önnur tækifæri.
Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist, bæði kirkjuleg og veraldleg og
er ýmist sungið einradda eða fjölradda.
Stjórnandi kórsins í vetur er Margrét Sigurðardóttir en hún leikur
einnig með kórnum á píanó.
Frekari upplýsingar og skráning í kórinn fer fram á skrifstofu
kirkjunnar virka daga frá 9-12 í síma 587 2405.