Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar
Sunnudagaskólinn kl.11.00 Hátíðarstund þegar tendrað er á fyrsta ljósi aðventukransins Spádómakertinu.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. (ath breyttur messutími)
Stórsveit Öðlinga spilar fyrir messu. Sveitina skipa einvalalið tónlistarmanna. sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.
Skyndihappdrætti líknarsjóðs kvenfélags Árbæjarsafnaðar og kaffisala í safnaðarheimili kirkjunnar. Hvetjum safnaðarfólk til að fjölmenna í kirkjuna sína á fyrsta sunnudegi í aðventu.