Við fögnum hvítasunnudegi í Árbæjarkirkju með fjölskylduvænni helgistund kl. 11. Margrét Ólöf djákni verður með gítarinn og sr. Sigrún les texta dagsins og hugleiðir út frá guðspjalli hvítasunnunni. Hver veit nema Perla prinsessa, Trína tröllastelpa eða Mýsla mæti á staðinn? Sóknarnefnd býður upp á grillaðar pylsur að stundinni lokinni. Við hvetum foreldra, ömmur og afa til að mæta með börnunum sínum og halda upp á þessa stóru hátíð.