Árbæjarkirkja hefur nýtt ár með fjölskylduguðsþjónustu í umsjón Ingunnar, Hlöðvers og sr. Þórs Haukssonar. Barn borið til skírnar. Gamlir kunningjar úr sunnudagaskólanum láta eflaust sjá sig. Hvetjum unga sem aldna að fjölmenna í kirkjuna sína á nýju ári.