Stóra stundin nálgast og í mörg horn að líta við undirbúning fermingarinnar. Einn liðurinn í þeim undirbúningi er:

Fundur:

Sunnudaginn 18. mars eru foreldar/forráðamenn fermingarbarna boðuð á stuttan fund í Árbæjarkirkju að lokinni guðsþjónustu kl.11.00 Fundarefnið er fermingarathöfnin.

Meðfylgjandi þessu bréfi eru viðhengi (ritningagreinar) sem börnin geta farið með á fermingardegi sínum eða valið einhverja aðra. Ennfremur er í viðhengi æfingartímar fyrir stóra daginn. Æfingartímar fyrir hverja fermingarmessu eru þrír. Mikilvægt er að þið fylgist með og minnið börnin á æfingarnar.

Börnin máta fermingarkyrtla í einum af þessum æfingatímum. Ennfremur skal greiða námskeiðsgjaldið fyrir veturinn 2011-2012 (kr.9300) í einum af þessum æfingatímum.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Prestarnir

 

ES. Nöfn fermingarbarna og fermingardagur er að finna fermingarstarfið 2011-2012