Sumardagurinn fyrsti í Árbæjarkirkju.
Árbæingar og nærsveitamenn fagna sumri með skrúðgöngu sem endar við opnar dyr kirkjunnar. Þökkum fyrir veturinn og tökum fagnandi á móti hækkandi sól og dillandi hlátri sumars með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00-11.30. Rebbi refur og mýsla eru að máta stuttbuxurnar og æfa sumarlögin með organistanum. Sumar og sól og gleði fram eftir degi. Láttu sjá þig í fjölskyldumessu í Árbæjarkirkju á sumardeginum fyrsta. Við tökum vel á móti þér og þínum með sólskinsbros!