Nú fer barnastarf Árbæjarkirkju brátt í sumarfrí. Sunnudagaskólanum, STN- og TTT-starfinu lýkur með safnaðarferðinni. Að þessu sinni verður farið í sveitaferð að Bjarteyjarsandi, sunnudaginn 20. maí og stefnir í metþátttöku. TTT-starfinu í Ártúnshverfi lauk á skemmtilegan hátt því að í vikunni fóru krakkarnir í heimsókn í Dominos og fengu krakkarnir að gera sinar eigin pizzur.
Foreldramorgnar og unglingastarfið Sakúl eru þó ekki enn komið í sumarfrí því þessir hópar hittast fram til 1. júní.