Þessa vikuna er barna- og æskulýðsstarfið að hefjast í Árbæjarkirkju. Boðið er upp á starf fyrir 6-9 ára (STN) og níu til tólf ára (TTT) börn á fjórum stöðum í sókninni. Auk þess er æskulýðsfélagið saKÚL með fundi alla fimmtudaga. Skráningarblöð hafa nú verið send í pósti en allar nánari upplýsingar má fá hjá æskulýðsfulltrúa í síma 587 2405 eða ingunn@arbaejarkirkja.is.