Föstudaginn 12. október ætla krakkarnir í TTT-starfinu í Selás-, Norðlinga-, Ártúns-, og Árbæjarhverfi að hittast í Árbæjarkirkju og eiga skemmtilegt síðdegi. Allir eiga að koma í náttfötum og með bangsa meðferðis. Boðið verður uppá pylsur og meðlæti. Náttfatapartýið stendur frá kl. 17-22. Þetta verður eflaust mikið fjör.