Afmælishátíð á kirkjudegi, aðventukvöld, jólastundir í Árbæjarkirkju fyrir alla aldurshópa, leikhús og kórar, súkkulaði, ilmandi piparkökur og þú – verður með í aðventunni í Árbæjarkirkju
Veislan hefst –
Sunnudaginn 2. desember – Kirkjudagurinn: fyrsti sunnudagur í aðventu. 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sunnudagaskólinn kl.11.00. Tendrað á spádómakertinu á aðventukransinum. Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00 (ath. breyttur messutími) prestar safnaðarins þjóna fyrir altari ásmt fyrrverandi sóknarpresti sr. Guðmundi Þorsteinssyni. Frú Agnes Sigurðardóttir Biskup Íslands prédikar. Guðmundur Hafsteinsson trompet. Þóra Gylfadóttir einsöngur, kirkjukórinn og Landsvirkjunarkórinn. Organisti og kórstjóri – Krisztine Kalló Szklenár Eftir guðsþjónustuna er kaffihlaðborð í boði sóknarnefndar og kvenfélags Árbæjarsafnaðar og líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum.
Mánudaginn 3. desember kl.19.00 Jólafundur kvenfélagsins – Veitingar, söngur, jólahugleiðing, jólasaga lesin.