Endurlífgun ungabarna og losun aðskotahlutar í hálsi.
Þriðjudaginn 14. maí mun Hjördís Rósa frá Rauða krossinum, kenna foreldrum skyndihjálp og endurlífgun ungabarna og losun aðskotahlutar í hálsi.
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10 – 12 í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30 – 11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu (gamla Mesthúsinu) í Norðlingaholti
Einu sinni í mánuði er sérstakar uppákomur eða fyrirlestar.Boðið upp á léttar veitingar.
Foreldramorgnar eru notaleg upplifun fyrir foreldra og börn þar sem þeim gefst kostur á að hittast, spjalla og læra hvert af öðru. Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir. Dagskrá sem er sniðin eftir þörfum og óskum foreldranna hverju sinni.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]