fiskurHeimsókn á bóndabæ

Sunnudaginn 26. maí ætlum við í Árbæjarkirkju að fara saman í sveitaferð, skoða dýrin og njóta náttúrunnar.  Ferðinni er heitið í Miðdal í Kjós.Grillaðar verða pylsur og boðið upp á kaffi og safa fyrir börnin.

Lagt verður að stað með rútu frá Árbæjarkirkju kl. 11:15 og kostnaði við ferðina er stillt í hóf eða 500 kr á manninn.

Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netfanginu ingunn@arbaejarkirkja.is eða í síma 587-2405

Miðdalur er alvöru bóndabær. Þar er stundaður blandaður búrekstur. Á bænum eru kýr, hestar, kindur, svín, hundar og kettir auk þess sem 20 landnámshænur er á vappi á bæjarhlaðinu.  Kannski verðum við líka svo heppin að sjá lamb fæðast.