Það var líf og fjör á bílastæði Árbæjarkirkju á sunnudagsmorgun þegar haldið var í safnaðarferð Árbæjarkirkju. Að þessu sinni var farið í sveitaferð í Miðdal Kjós. Þátttakan var mjög góð þrátt fyrir slæma veðurspá og komu vel yfir 200 manns í með okkur í Miðdalinn. Bæði ungir og aldnir skemmtu sér vel, eins og sjá má á myndum frá ferðinni sem komnar eru inn á heimasíðu kirkjunnar.