Samstarfssvæði Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogssókna stendur fyrir útimessu á Nónholti (nálægt sjúkratöðinni Vogi) sunnudaginn 14. júlí. Pílagrímaganga verður frá kirkjunum þremur Árbæ kl.10.20 , Guðríðarkirkju og Grafarvogskirkju kl.10.30 en athöfnin á Nónholti hefst klukkan 11.00 árdegis. Prestar allra safnaðanna þjóna og forsöngvari er Margrét Siguðardóttir. Grillaðar pylstur eftir messu. Verið velkomin í útimessu á Nónholti og klæðið ykkur eftir veðri.