Enn og aftur verðum við með notalega stund í kirkjunni yfir hásumarið. Ánægjulegt var að sjá hversu margir komu síðastliðinn sunnudag og nutu samverunnar. Við endurtökum leikinn og reynum að hafa ekki síðri helgistund á sunnudaginn í kirkjunni kl. 11. Við höfum guðsþjónustu með einföldu sniði, hlýðum á guðspjall dagsins og hugleiðingu úr frá því, syngjum sumarlega sálma og biðjum saman. Sr. Þór Hauksson og Kristina K. Szklenár organisti leiða stundina. Kaffi og meðlæti á eftir. Verið hjartanlega velkomin í Árbæjarkirkju á sunnudaginn.