Sunnudaginn 22. september verður hausthátíð sett í Árbæjarkirkju.
Fjölskylduguðþjónusta kl. 11. Börn úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar leika á hljóðfæri. Skátafélagið Árbúar verður með fánahyllingu. Börn úr leikskólum Árbæjar syngja ásamt kirkjukór Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár organista. Prestar sr. Þór Hauksson og sr. Kristín Pálsdóttir ásamt Ingunn Björk Jónsdóttir Æskulýðsfulltrúa.
Kvöldguðþjónusta kl. 20. Jón Ragnar Jónsson syngur. Unglingar úr æskulýðsfélaginu saKÚL lesa ritningarlestra. Prestar sr. Þór Hauksson og sr. Kristín Pálsdóttir
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]