Þriðjudaginn 1. október er von á góðum gesti í foreldramorgna Árbæjarkirkju.
Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi verður með fræðslu og veitir ráðgjöf um svefn barna.
Foreldrarmorgnar eru í safaðarheimili Árbæjarkirkju alla þriðjudaga milli kl. 10- 12. þar gefst foreldrum kostur á að hittast, spjalla og læra hvert af öðru. Dagskrá sem er sniðin eftir þörfum og óskum foreldranna hverju sinni. Léttar veitingar í boði kirkjunnar.