Fjölskylduguðþjónusta og JÓLABALL kl. 11
Fjölskylduguðsþjónusta og Jólaball kl.11.00. Kátir sveinar mæta og gleðja unga sem aldna. Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk æskulýðsfulltrúa. Undirleikur Margrét Sigurðardóttir.
Sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis verður haldið í safnaðarheimili Árbæjarkirkju að lokinni fjölskylduguðþjónustu. Jólasveinarnir líta inn með glaðning fyrir börnin.
Aðventukvöld kl. 20.
Aðventuhátíð safnaðarins kl.20.00. Dagskrá í tali og tónum. Þóra Gylfadóttir söngkona, einsöngur. Barnakór Árbæjarskóla syngur. Hátíðarræða Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. kórstjóri Krisztina K. Szklenár. Endað verður í kirkjunni á tendrun kertaljósa kirkjugesta og samsöngur á sálminum “Heims um ból.”
Heitt súkkulaði og jólasmákökur í safnaðarheimilinu á eftir.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]