Guðsþjónusta og sunnudagaskóli sunnudaginn 30. mars kl. 11.
Við fáum góða gesti, því Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi undir stjórn Skúla Ragnars Skúlasonar, mun sækja okkur heim. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár organista. Litill drengur borinn til skírnar. Sr. Sigrún Óskarsdóttir og Sr. Þór Hauksson þjóna fyrir altari.
Fundur með foreldrum fermingarbarna strax að lokinni guðsþjónustu.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili í umsjón Fritz, Díönu og Valla. Mikil söngur, biblíusögur og brúðuleikhús.
Boðið upp á kaffi, djús og ávexti að lokinni guðsþjónustu og sunnudagaskóla