Batanámskeið:
Þetta námskeið er fyrir fólk sem hefur verið að takast á við þætti eins og meðvirkni, fíkn, átröskun, sjálfskaða eða aðra kvilla sem það telur sig vera í bata gagnvart. Markmið námskeiðsins er að skerpa á batanum og skoða hvaða skref má taka til áframhaldandi bata. Margir upplifa stöðnun á ákveðnum tímum batans eða finnst eins og þeir nái ekki að yfirstíga ákveðna þætti. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þrep batans og yfir batasögu hvers og eins.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Batanámskeiðin fara fram í hópum. Hámark 15 í hverjum hóp. Hópurinn hittist í tvö skipti í 3.klst. í senn með viku millibili. Námskeiðsgögn eru innifalin. Leiðbeinendur eru Díana Ósk og Fritz Már.
Batanámskeiðið hefst 22.03 2014 en námskeiðið er laugardagana 22. og 29.03 kl. 09:30-12:30
Verð á námskeiði:
Verð námskeiðs er kr. 8.500.- Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða namskeiðin@gmail.com
Sjálfstyrkingarnámskeið:
Gott sjálfstraust og heilbrigt sjálfsmat hafa mikil áhrif á vellíðan og velgengi einstaklingsins. Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða leiðir eru færar til að bæta sjálfstraust og sjálfsmat. Áhersla er á samskipti, tilfinningar og markmiðasetningu. Þá er þátttakendum boðið að rýna í eigin gagnrýnanda, gömul sár og á hvaða hátt álit annarra er áhrifavaldur í lífi þeirra. Óheilbrigt sjálfsmat og skert sjálfstraust geta valdið vanmetakennd, kvíða, sektarkennd og erfiðum varnarviðbrögðum.
Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til þess að efla sjálfstraust sitt og sjá sjálfsvirði sitt í nýju ljósi. Þar með opnast leiðir til bættra samskipta, aukinnar vellíðunar og betri lífskjara.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Sjálfstyrkinganámskeiðin fara fram í 8-12 manna hópum, með því móti að hver hópur hittist í tvö skipti ca. 4.klst. í senn. Þátttakendur fá námskeiðsgögn og gætu þurft að vinna heimavinnu. Auk þess er eftirfylgni í því formi að hópurinn hittist í ca. 1,5.klst. vikulega í tvær vikur. Leiðbeinendandi er Fritz Már.
Sjálfstyrkingarnámskeiðið hefst 28.03 2014 en námskeiðið er föstudagana 28.03 og 11.04 kl. 16:30-20:30 og eftirfylgnin er miðvikudagana 23. og 30.04 kl. 20:00-21:00
Verð á námskeiði:
Verð námskeiðs er kr. 13.900.- Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða namskeiðin@gmail.com
Hjóna og paranámskeið
Þetta námskeið miðar að því að efla samband hjóna og para. Áherslan verður á samskipti og nánd. Hvernig er hægt að styrkja það sem gott er og vinna með það sem miður er. Öll sambönd fara í gegnum sveiflur, tíma þar sem ástin ríkir og allt er létt og skemmtilegt. Þá er parið ósigrandi en svo koma tímar þar sem ástin virðist fjarlæg, ágreiningsefnin safnast upp og parið upplifir skerta nánd. Til þess að geta átt í góðu sambandi þarf einstaklingurinn að setja bæði sér og maka sínum heilbrigð mörk. Í hverju parasambandi eru tveir ólíkir einstaklingar sem hafa tamið sér mismunandi samskiptahætti. Því teljum við mikilvægt að rýna í ástartungumálið. Á hvaða hátt tjáir parið þarfir sínar, þrár og langanir og á hvaða hátt mæta þau hvert öðru. Þetta og fleira til verður skoðað með verkefnavinnu, hópvinnu og fræðslu. Höfuðáhersla námskeiðsins er að aðstoða hjón og pör við að styrkja samband sitt og leggja til aðferðir sem eru líklegar til að viðhalda trausti og vellíðan í sambandinu.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Para og hjónanámskeiðin fara fram í 4-5 para hópi. Hópurinn hittist í tvö skipti ca. 5.klst. í senn með viku millibili. Auk þess fá þátttakendur 1,5-2 klst í eftirfylgni í 2 vikur, samtals er um að ræða 4 skipti. Þátttakendur vinna verkefni í vikunni á milli tímanna. Leiðbeinendur eru Díana Ósk og Fritz Már.
Hjóna og paranámskeið hefst 21.03 2014 en námskeiðið er föstudagana 21.03 og 04.04 kl. 16:30-20:30 og eftirfylgnin er miðvikudagana 09. og 16.04 kl. 20:00-21:30/22:00
Verð á námskeiði:
Verð námskeiðs er kr. 29.900.- fyrir par. Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða namskeiðin@gmail.com
Hugleiðslunámskeið
Öll höfum við þörf fyrir hvíld, fyrir stund þar sem við dveljum í núinu og leyfum okkur að endurnærast. Hvort sem við gefum okkur tíma fyrir hugleiðslu að morgni, að kveldi, um miðjan dag eða nokkrum sinnum yfir daginn þá finnum við flest að tíminn sem við gefum okkur til þess að róa hugann, hlusta á andadráttinn og dvelja með sjálfum okkur er bæði nærandi, stillandi og orkugefandi. Á þessum námskeiðum munum við tengja saman hugleiðslu og trú. En því er oft haldið fram að þegar við eigum í sambandi við Guð þá séum við að tjá okkur með bæninni og að hlusta í hugleiðslunni. Í upphafi hvers tíma og í lok hvers tíma er farið með stutta bæn.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Hugleiðslunámskeiðin okkar eru mismunandi en öll standa þau yfir í fjögur skipti, klukkustund á viku í fjórar vikur. Leiðbeinendur eru ýmist Fritz Már eða Díana Ósk.
Hugleiðslunámskeiðin hefjast 25.03 kl. 20:00
Verð á námskeiði:
Verð námskeiðs er kr. 5.000. Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða namskeiðin@gmail.com