Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00 Fermingarbörn sem taka þátt í ágústnámskeiði fermingarfræðslunnar taka virkan þátt í athöfninni. Þau flytja hugleiðingu dagsins. Flytja bænir og taka á móti kirkjugestum. Foreldar fermingarbarna vorsins 2015 eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar. Stuttur fundur með foreldrum. Kirkjukór Árbæjarkirkju verður með kökusölu sem fer í ferðasjóð kórsins.