Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00
Fermingarbörn sem tóku þátt í septembernámskeiði fermingarfræðslunnar
taka virkan þátt í athöfninni.
Þau taka á móti kirkjugestum, syngja, flytja bænir og samtalsprédikun.
Foreldrar fermingarbarna vorsins 2015 eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar.
Félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár.
Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Fritz og Valla.
Mikill söngur, brúðuleikhús og biblíusögur.
Kaffi, djús og ávextir að lokinni guðsþjónustu