Laugardaginn 20. desember kl. 17:00
Regína Ósk verður með jólatónleika í Árbæjarkirkju laugardaginn 20. desember kl. 17:00. Fram koma ásamt Regínu, Svenni Þór, Haraldur Sveinbjörnsson, Matthías Stefánsson, Aníta Daðadóttir, Aldís María ásamt Skólakór Árbæjarskóla undir stjórn Önnu Maríu Bjarnadóttur
Húsið opnar klst áður og hægt verður að kaupa miða á midi.is og einnig við innganginn. Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Sérlega fallegir og hlýlegir jólatónleikar þar sem að kærleikurinn og gleðin er í fyrirrúmi. Flutt verða lög af jóladisknum hennar ,,Regína Ósk-um gleðileg jól” ásamt því að fluttir verða sálmar af nýja disknum hennar og Friðrik Karls ,,Leiddu mína litlu hendi”. Með því blandast skemmtileg jólalög úr öllum áttum.
Tónleikar fyrir alla fjölskylduna![/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]